Skráning stendur nú sem hæst á vornámskeið Klifsins sem hefjast eftir páska. Fjölmörg skemmtileg námskeið eru í boði að venju. Þessa dagana er mörgum námskeiðum sem hófust í byrjun árs að ljúka með tilheyrandi tónleikum og sýningum. Þann 27. mars sl. hélt dansdeild Klifsins til að mynda glæsilega danssýningu í Gamla bíó þar sem nemendur […]
Klifið er komið í páskafrí. Því eru engin námskeið í vikunni. Námskeiðin hefjast á nýjan leik þriðjudaginn eftir páska. Gleðilega páska !
Nú styttist í hina árlegu vorsýningu dansdeildar Klifsins, en hún fer fram föstudaginn 27. mars nk. kl. 18:00. Sýningin fer að þessu sinni fram í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2 í Reykjavík. Við vorum svo heppin að komast að í samkomuhúsinu Gamla bíó í þetta fallega hús sem er nýbúið að gera upp. Þar er mjög gott […]
Vegna ofsaveðurs sem spáð er laugardaginn 14. mars verða allar ballettæfingar í Klifinu færðar frá laugardegi yfir á sunnudaginn 15. mars en þá á veðrið að verða mun skaplegra. Æfingarnar verða á sama tíma og venjulega og á sama stað.
Næstkomandi laugardag, þann 14. mars, mun námskeiðið Myndlist og hönnun, ævintýralegar fígúrur falla niður þar sem báðir kennarar námskeiðsins eru að taka þátt í HönnunarMarsi. Þær Rúna og Hanna Dís bjóða börn og fullorðna, hjartanlega velkomin á sýningarnar þeirra. Hér má sjá dagskrá Hönnunarmars 2015. Hanna Dís verður með sýningu í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Á sýningunni […]
Þriðjudaginn 10. mars falla öll námskeið niður í Klifinu vegna veðurs. Veðurstofa Íslands spáir mjög slæmu veðri seinnipartinn í dag og í samtali við veðurstofuna fyrr í dag var okkur ráðlagt að fella niður öll námskeið síðdegis. Mikill snjór er á götum og líklegt að það verði ófært víða.
Nú á næstu dögum og vikum fara vornámskeið Klifsins að takast á flug og er skráning í fullum gangi. Tónlist, dans, galdrar, sundlaugarpartý, kassabílar, myndlist og leiklist eru dæmi um þá töfra sem eiga sér stað innan Klifsins – skapandi fræðsluseturs og þá fjölbreyttu og spennandi valkosti sem standa börnum jafnt sem fullorðnum til boða. […]
Síðustu vikur hafa þátttakendur á haustnámskeiðum Klifsins sýnt fjölskyldu og vinum afrakstur vinnu sinnar. Það gera þeir á uppskeruhátíðum sem haldnar eru í lok hvers námskeiðs. Námskeiðin eiga það sameiginlegt að efla trú barna á eigin getu, þjálfa þau í því að koma fram og sýna hvað í þeim býr í öruggu og hvetjandi umhverfi. […]
Ungar og upprennandi söngkonur héldu glæsilega tónleika í Klifinu þann 24. nóvember síðstliðinn. Stúlkurnar eru allar á aldrinum 6 til 8 ára og stóðu þær sig með mikilli prýði þegar þær sungu á sviði hátíðarsals Flataskóla fyrir fjölskyldur sínar og ættingja. Þær hafa æft söng síðastliðnar 10 vikur undir handleiðslu Rebekku Sifjar Stefánsdóttur söngkonu og söngþjálfara. […]