Í sumar verður leikjanámskeiðið Skapandi sumarfjör haldið í Klifinu. Boðið er upp á þrjá aldurshópa á námskeiðinu, 4-5 ára, 6-8 ára og 9-12 ára. Námskeiðin eru vikulöng, annaðhvort frá 9-12 eða 13-16 alla dagana. Meginmarkmið námskeiðanna er að efla sköpunargleði og sjálfstæði barnanna. Ýmsar listgreinar verða kynntar, svo sem leiklist, myndlist, tónlist og dans. Námskeiðin […]
Skráning á sumarnámskeið Klifsins stendur yfir. Nú er um að gera að finna rétta námskeiðið í sumar!
Kæru nemendur og foreldrar Klifið fer í páskafrí á sama tíma og skólarnir á höfuðborgarsvæðinu og verður því engin kennsla á vegum Klifsins frá mánudeginum 21. mars til mánudagsins 28. mars. Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 29.mars.
Á næstunni eru fjölmörg spennandi námskeið að hefjast fyrir börn og ungmenni í Holtsbúð 87, nýjum heimkynnum Klifsins. Skráning stendur yfir þessa dagana á skráningarsíðu Klifsins. Hér fyrir neðan má sjá dagsetningar næstu námskeiða: 30. mars kl. 16:30-18:00 Grúsk í Geimnum vísindanámskeið fyrir 10-13 ára Kennari: Sævar Helgi Bragason vísindamaður 30. mars kl. 16:30-18:00 Grúsk í Geimnum vísindanámskeið fyrir […]
MYNDLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR 4-5 og 6-9 ÁRA Í KLIFINU Laugardaginn 5. mars hefst námskeiðið SKRÍMSLASMIÐJAN í Klifinu skapandi setri. Skrímslasmiðjan er skemmtilegt og þroskandi myndlistarnámskeið fyrir 4-5 ára börn þar sem kíkt verður inn í litríkan heim skrímslanna! Unnið er út frá skrímslasögum sem börnin setja í sinn búning. Hvert og eitt þeirra skapar sitt eigið […]
Dagana 15. – 19. febrúar verður Klifið lokað vegna vetrarfría í Garðabæ. Ballettnámskeiðin, píanó og hreyfimyndagerð halda sínu striki á laugardögum og falla tímar ekki niður þar. Gítarnemendur hjá Aroni Andra halda einnig sínu striki og er ekki frí á gítarnámskeiðum. Skrifstofan opnar á nýjan leik mánudaginn 22. febrúar. Gleðilegt vetrarfí !
Árið 2016 er gengið í garð og spennandi tímar framundan í Klifinu. Í vor verða fjölbreytt skapandi námskeið í boði fyrir börn jafnt sem fullorðna. Fyrsta námskeiðið sem fer af stað á árinu er hið sívinsæla Aqua Zumba með Kristbjörgu sem hefur göngu sína þann 11. janúar. Laugardaginn 16. janúar hefjast ballettnámskeiðin fyrir yngstu kynslóðina. […]
Búið er að opna fyrir skráningar á vornámskeiðin á skráningarvef Klifsins. Fleiri námskeið eiga eftir að bætast á listann í byrjun janúar, en þau eru enn í smíðum. Hægt er að nýta hvatapeninga til að greiða niður námskeiðsgjöldin frá og með 1. janúar hjá flestum sveitarfélögum.
Jón Jónsson kom sem gestakennari á söngnámskeið Klifsins á dögunum. Hann gjörsamlega heillaði litlu söngvarana sem fengu bæði að syngja fyrir hann og með honum. Í lokin fengu allir knús og góð ráð fyrir söngferilinn. Jón Jónsson gestakennari á söngnámskeiði Klifsins Jón Jónsson kom sem gestakennari á söngnámskeið Klifsins á dögunum. Hann gjörsamlega heillaði […]