Klifið óskar ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakkar fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári. Næstu daga munu vornámskeiðin birtast á vefnum eitt af öðru. Enn er hægt að koma ábendingum áleiðis um áhugaverð námskeið og leiðbeinendur. Við hlökkum til að sjá sem flesta upplifa, læra og lifa í Klifinu á nýju ári.
Viðburðarríkri önn er senn að ljúka hjá Klifinu skapandi fræðslusetri og nú styttist í að síðustu námskeiðin klárist á haustönn 2012. Næstkomandi laugardag verður myndlistarsýning barna frá 11:45 – 12:15. Á laugardaginn er einnig síðasti tíminn á olíulitanámskeiði Ingimars Waage. Þar hafa 11 áhugasamir frístundamálarar málað hverja myndina af fætur annarri á síðustu vikum og er […]
Það hefur verið líflegt um að lítast í Klifinu í haust. Börn jafnt sem fullorðnir koma vikulega á ýmis námskeið s.s. í hljóðfæraleik, myndlist, tölvugrafík, tálgun, Zumba, badminton, leiklist o.fl. Á hverjum miðvikudegi mætir síðan nýr hópur af hressum konum á námskeiðið nýju fötin keisarans, þar sem kaffipokar fá nýtt hlutverk. Sumar konur koma langt […]
Í byrjun október sóttu Ágústa og Ásta leiðtogasmiðju um starfssamfélög og samfélagsmiðla hjá Etienne og Beverly Wenger-Trayner í Skálholti. Fræðimennirnir tveir sem reyndar eru hjón, eru einna þekktastir fyrir hugmyndir sínar um starfssamfélög og nýtingu félagsmiðla við uppbyggingu og þróun samstarfsneta (e. Communities of practice and social learning spaces). Wenger-Trayner hafa meðal annars þróað gagnlegar aðferðir til […]
Skrifstofa Klifsins verður lokuð þriðjudaginn 2. október og miðvikudaginn 3. október vegna námsferðar starfsmanna. Við verðum ekki við símann þessa daga, en reynum að svara tölvupósti eftir fremsta megni á klifid@klifid.is. Ferðinni er heitið í Skálholt þar sem við munum njóta leiðsagnar fræðimannanna Etienne og Beverly Wenger-Trayner, en þau eru stödd á Íslandi um þessar […]
Í síðustu viku fengum við góða gesti í Klifið þegar fréttamaður Monitors TV tók viðtal við Unnstein Manuel söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson á kajak í Klifinu. Tilefnið var útgáfutónleikar Retro Stefson þann 5. október, en hljómsveitin er án efa ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands í dag. Klifið fékk þau Borg Dóru, Dagrúnu, Rúnar Má og Kristófer […]
Í helgarblaði Morgunblaðsins má lesa umfjöllun um Klifið. Sjá hér.
Í vikunni hefjast myndlistar- og leiklistarnámskeið haustannar hjá okkur í Klifinu skapandi fræðslusetri. Námskeiðin fara fram í Flataskóla og erum við í óðaönn að koma okkur fyrir í norðurálmu skólans. Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum hópum af skapandi börnum og unglingum næstu dagana. Uppselt er á japanska poppmenningu en nokkur sæti […]