Fréttir
Haustönnin 2020 hefur því fengið að teygja anga sína inn í nýja árið og eru námskeiðin okkar að klárast í janúar, við höfum verið einstaklega heppin með kennara, iðkendur og foreldra sem hafa sýnt ótrúlega þolinmæði og jákvætt viðhorf í þessum aðstæðum og þökkum við kærlega fyrir þau viðbrögð.
Námskeið vorannar 2021 eru komin í loftið og hefjast frá lok janúar vel inn í febrúar mánuð. Við munum bjóða upp á mörg skemmtileg og skapandi námskeið þessa önnina. Mikil áhersla lögð á myndlistarnámskeiðin okkar sem kennd eru á Garðatorgi 7 þar sem við kennum í 10 manna hópum og eigum auðvelt með að halda fjarlægð en það á sérstaklega við fullorðins námskeiðin okkar.
Leiklistin fer af stað á ný í lok janúar undir handleiðslu Leynileikhúsins líkt og undanfarin ár og við hlökkum mikið til og vonum að við fáum að njóta þess að sýna afrakstur krakkana fyrir sal fullum af foreldrum og vandamönnum.
Við vorum svo heppin í vetur að fá að kenna hljóðfærakennsluna okkar í Vídalínskirkju en hún hefst á ný frá og með 28. Febrúar og vonandi á sínum stað í Sjálandsskóla.
Myndlistanámskeiðin eru í fullum blóma, nýjir kennarar að bætast í hóp þeirra frábæru kennara sem við höfum í Klifinu og mörg skemmtileg og skapandi námskeið verða í boði.
Hönnunarskólinn
Svo er það Hönnunarskólinn, samstarf Klifsins og Hönnunarsafn Íslands. Námskeið þar sem krakkar á aldrinum 13-16 ára fá að kynnast ólíkum geirum hönnunar. Námskeiðið er byggt á sambærilegu námskeiði við Hönnunasafn Danmerkur og hefur tekist ótrúlega vel til og við erum ótrúlega stolt af þessu samstarfi okkar. Krakkarnir sem hafa verið hjá okkur í vetur hafa vissulega blómstar og staðið sig svo vel og við hlökkum til að taka á móti nýjum hóp í vor.
HAF Yoga frábær nýjung hjá Klifinu
Klifið fór af stað með nýtt námskeið á haustönn undir handleiðslu Kristbjargar kennara hjá okkur. En hún hefur hafið tíma í HAF Yoga, sem eru mjúkir og slakandi tímar í jógaflæði í vatni. Spennandi nýjung sem vert er að kynna sér.
Það er óhætt að segja að við erum spennt fyrir vorinu og tökum á móti því full af jákvæðni, þolinmæði og þrautseigju. Við vonum að við sjáum sem flest ykkar á skapandi námskeiðum Klifsins í vor.
Skráning í fullum gangi, hlökkum til að skapa með ykkur í vor.