Fréttir
Við vonum að nemendur okkar hafi átt góðar stundir í vetrarfríinu sínu síðast liðna vikuna.
Vorönn 2018 hefur farið einstaklega vel af stað og námskeiðin uppfull af skemmtilegum og líflegum einstaklingum. Við fórum af stað með fullorðins námskeið í vatnslitum sem hefur farið fram úr okkar bestu vonum og langar okkar því að huga að því að bæta inn fleiri fullorðins námskeiðum og næst á dagskrá hjá okkur er námskeið í Macrame hnýtingartækni sem verður kennt í fjórar vikur strax eftir páska. Á sama tíma ætlum við að fara af stað með tvö Fjársjóðsleitarnámskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára sem ætla að leita að sínum innri fjársjóð.
Einnig vil ég benda á að þann 1. mars hefst skráning í Skapandi sumarfjör hjá okkur í Klifinu fyrir sumarið 2018. Í fyrra voru biðlistar á flest námskeið svo ég hvet ykkur til að skrá tímalega.