Sumarið 2019 hefur svo sannarlega farið vel af stað fyrir íslendinga. Sól og sumar á hverjum degi og meira segja ekki rigning á 17. júní.
Það er allt í fullu fjöri hjá okkur í Klifinu þessar vikurnar. Í þessari viku er Skapandi sumarfjör og Leiklist & dans. Í næstu viku verður Skapandi sumarfjör, Leiklist & dans, Myndlist – náttúra og fjara og Skapandi sumarsöngur. Nóg um að vera.
Þar sem vika 3-4 fyrir hádegi bættust seint inn hjá okkur, viljum við endilega að þær fari af stað og bjóðum við því vikunámskeiðið á kosta kjörum eða 5.500 kr. vikuna. Við vonum svo sannarlega til þess að þetta verði til þess að það fyllist af glöðum og hressum krökkum.
Hlökkum til að sjá sem flesta- Guðrún Ýr og Rebekka Sif