Þessi haustönn hefur svo sannarlega farið skemmtilega af stað með metaðsókn í hljóðfærakennslu og hellingur af skapandi námskeiðum fór af stað hjá okkur. Meðal annars módelteikning sem kennd hefur verið undanfarið árið hjá okkur, kennt af Jens Júlíussyni. Því óskum við eftir einstaklingum á skrá hjá okkur sem módel sem hægt er að hafa samband við til að sitja fyrir hjá okkur í tíma. Engin binding eða neitt slíkt heldur er gott að hafa einstaklinga sem geta komið eitt og eitt kvöld eftir hentisemi.