Myndlist- og teikning fellur niður í dag, 1. desember vegna veðurs. Uppbótartími verður mánudaginn 7. desember. Síðasti tími annarinnar verður 8. desember og þá er jafnframt myndlistarsýning í lok tímans fyrir foreldra og fjölskyldur unga myndlistarfólksins. Verður nánar auglýst síðar.
Þessa dagana líður að annarlokum á haustnámskeiðum Klifsins. Mikið hefur verið brallað í Klifinu í haust og starfið líflegt sem endranær. Spennandi vika er framundan í Klifinu og á dagskrá eru danssýningar, gítartónleikar og söngtónleikar. Í næstu viku verða leiklistarsýningar, badmintonmót, myndlistarsýning og píanótónleikar. Haustönnin hefur gengið mjög vel og var góð þátttaka á námskeiðunum. Klifið […]
Öflugur hópur ungra kvikmyndagerðakvenna tók þátt í helgarsmiðju í stuttmyndagerð hjá Gunnari Guðmundssyni leikstjóra í byrjun nóvember. Á námskeiðinu fór hinn reyndi leikstjóri yfir alla þætti kvikmynda með ungviðinu og unnu stelpurnar hratt og örugglega í kapp við klukkuna. í lok seinni dagsins var haldin frumsýning fyrir fjölskyldur þeirra á fullbúnum myndum. Fyrri deginum var skipt […]
Námskeið Klifsins halda sínu striki í vikunni 26. – 31. október þar sem ekki eru vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar á haustönn. Því eru námskeiðin á sínum stað í dagskránni hjá okkur. Nú er komið að miðbiki annarinnar í Klifinu og sköpunargleðin og ímyndunaraflið við völd á námskeiðunum.
Þann 14. september síðastliðinn birtist umfjöllun í Morgunblaðinu um listnámskeiðin í Klifinu. Hér fyrir neðan má sjá fréttina.
Dansnámskeið Klifsins hafa verið vinsæl undanfarin misseri. Fleiri og fleiri eru farnir að uppgötva hversu gaman það er að dansa. Í dansinum eflum við styrk, fáum hjartað til að slá örar og verðum liprari og mýkri í hreyfingum. Dansnámskeiðin í Klifinu eru aðlöguð að aldri þátttakenda og áhugasviði. Þátttakendur á öllum námskeiðunum taka virkan þátt […]
Nú styttist í að haustönn Klifsins líti dagsins ljós. Starfsfólk skrifstofu er komið til starfa á ný eftir sumarleyfi og munu námskeið vetrarins birtast eitt af öðru inni á vefnum næstu daga. Við vekjum athygli á því að við erum að innleiða nýtt skráningarkerfi, Nóra kerfið og erum við að vinna í þvi að setja […]
Skrifstofa Klifsins er lokuð dagana 15. – 18. júní. Skrifstofan opnar á nýjan leik föstudaginn 19. júní. Fyrirspurnum er svarað í gegnum netfangið klifid@klifid.is
Skráning er hafin á sumarnámskeið Klifsins sem verða í júní og ágúst. Í júní bjóðum við upp á Litla uppfinningaskólann fyrir hugmyndaríka krakka, dansnámskeið og einkatíma í gítar. Litli uppfinningaskólinn verður í júní í Garðabæ og í Hafnarfirði í ágúst. Smelltu hér til að sjá nánari lýsingu á sumarnámskeiðunum.