Við viljum óska henni Þórunni Obbu til hamingju með hlutverk Ídu í komandi uppfærslu af Emil í Kattholti í Borgarleikhúsinu sem sýnt verður leikárið 2021-2022. Fjögur börn voru valin úr 1200 barna hópi.
Þórunn Obba hefur stundað leiklistarnámskeið hjá Klifinu og Leynileikhúsinu undanfarið árið og kemur okkur ekki á óvart að hún hafi hreppt hlutverkið enda á hún framtíðina fyrir sér.