Þann 18. apríl hefst á ný kynslóðanámskeiðið tálgað í tré með Ólafi Oddssyni skógræktarfræðingi. Námskeiðið fékk afar góðar viðtökur síðastliðið vor, en Ólafur er frumkvöðull á sviði útikennslu og hefur haldið fjölmörg tálgunarnámskeið. Í lok námskeiðs verður farið í ævintýraferð upp í Kjós þar sem Ólafur hefur ræktað sinn eigin skóg síðastliðna áratugi. Skráning er hafin á námskeiðið.