Fréttir
Sýning Hönnu Dísar og Rúnu á HönnunarMarsi
- 03/11/2015
- Posted by: admin42
- Flokkur: Fréttir
Næstkomandi laugardag, þann 14. mars, mun námskeiðið Myndlist og hönnun, ævintýralegar fígúrur falla niður þar sem báðir kennarar námskeiðsins eru að taka þátt í HönnunarMarsi. Þær Rúna og Hanna Dís bjóða börn og fullorðna, hjartanlega velkomin á sýningarnar þeirra. Hér má sjá dagskrá Hönnunarmars 2015.
Hanna Dís verður með sýningu í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Á sýningunni verða vörur og vinnustofa Studio Hönnu Whitehead til sýnis þar sem þrívídd hefur þróast yfir í tvívídd, handverk í stafrænt verk og hugsanlegur tilgangur í notagildi. Textíll, pappír, keramík og myndverk. Gestum er boðið að raða saman og móta framtíðina og sníða hana að eigin þörfum. Sýningin ber yfirskriftina Glerjað samtal.
Rúna verður með sýningu, ásamt Hildi Steinþórsdóttur arkitekt, í Harbinger, galleríi á Freyjugötu 1. Þær ferðuðust á síðasta ári til Sviss þar sem þær heimsóttu steypufyrirtæki. Þar kynntust þær trefjasteypu og fengu að vinna með hana í tvo daga. Gestir sýningarinnar fá að forvitnast um fyrstu kynni hönnuðanna af efninu, sem jafnframt eru fyrstu skrefin í nýju hönnunarferli. Sýning Rúnu og Hildar ber yfirskriftina Inngangur að efni
Opnunartímar á HönnunarMars:
Fim. 12.mars – 11:00-22:00 (Opnunar partý kl. 19:00)
Fös. 13.mars – 11:00-18:00
Lau. 14.mars – 11:00-17:00
Sun. 15.mars – 13:00-17:00