Fréttir
Á döfinni í Klifinu: Skrímslasmiðja
- 03/06/2016
- Posted by: admin42
- Flokkur: Fréttir
MYNDLISTARNÁMSKEIÐ FYRIR 4-5 og 6-9 ÁRA Í KLIFINU
Laugardaginn 5. mars hefst námskeiðið SKRÍMSLASMIÐJAN í Klifinu skapandi setri. Skrímslasmiðjan er skemmtilegt og þroskandi myndlistarnámskeið fyrir 4-5 ára börn þar sem kíkt verður inn í litríkan heim skrímslanna!
Unnið er út frá skrímslasögum sem b
örnin setja í sinn búning. Hvert og eitt þeirra skapar sitt eigið skrímsli og lærir nýjar aðferðir, tækni og hugtök sjónlista. Börnin gera m.a. grafík- og leir verk og láta ljós sitt skína í samvinnuverkefnum og sjálfstæðum verkum. Kennt verður í gegnum leik, sögur og ævintýri og lífsgleðin höfð að leiðarljósi.
Börnin verða kynnt fyrir ólíkum efnum og læra að vinna með þau. Unnið verður með að tengja verkefnin börnunum persónulega og gera þau þannig merkingabær. Kennari mun leiða heimspekilegar umræður um ýmis atriði svo sem hvernig heimurinn væri án lista. Þannig eflast börnin í samræðuforminu og sjá hlutina í víðu samhengi.
Markmið námskeiðsins er að örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu barnanna. Í lok námskeiðsins verður haldin sýning á verkum nemenda fyrir fjölskyldu og vini. Öll myndlistarnámskeið Klifsins eru hönnuð út frá þema til að veita sem mest sjálfstæði í sköpun.
Kennari á námskeiðinu er Heiða Lind Sigurðardóttir myndlistarkona. Heiða er starfandi myndlistakennari og fimm barna móðir með mikla reynslu af starfi með börnum. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Flagler College í Flórída, diplóma í Mótun- leir og keramik frá Myndlistaskólanum í Reykjavík og MA frá Listaháskóla Íslands. Hún er mikill skrímslaaðdáandi.
Klifið þátttakandi í upplifunarsýningunni Skrímsin bjóða heim í Gerðubergi
Menningarhúsið Gerðuberg stendur fyrir skrímslasýningunni Skrímslin bjóða heim í vetur. Sýningin er ætluð börnum frá 0 – 8 ára. Allri fjölskyldunni er boðið að ganga inn í heim litla og stóra skrímslisins og upplifa veröldina frá þeirra sjónarhorni. Þann 19. mars mun Klifið sjá um Skrímslasmiðlun fyrir fjölskyldur í tengslum við Skrímslasýninguna. Þann dag hvetjum við alla skrímslaaðdáendur í Klifinu til þess að láta ljós sitt skína í Gerðubergi.