Fréttir
Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfs barna
- 11/23/2020
 - Posted by: admin42
 - Flokkur: Fréttir
 
								 Engar athugasemdir 
							
						
							| Kæru foreldar og forráðamenn.  Við hvetjum ykkur á að skoða þetta úrræði yfirvalda. En nú er búið að opna fyrir sérstakan íþrótta- og tómstundastyrk frá ríkinu/félagsmálaráðuneyti. Allar upplýsingar um hann eru á eftirfarandi síðu, og á island.is: https://www.gardabaer.is/ibuar/ithrotta-og-tomstundastarf/serstakur-ithrotta-og-tomstundastyrkur/ . Styrkurinn er til þess að styðja við að börn tekjuminni heimila geti haldið áfram að iðka sínar tómstundir þótt tekjulækkun hafi orðið á heimilinu. Styrkurinn miðar við að tekjur heimilis hafi verið undir 740 þúsund pr mánuði á tímabilinu mars-júlí 2020. Garðabær líkt og önnur sveitarfélög á landinu mun svo sjá um greiðslur á styrknum til íbúa. Styrkurinn fer ekki í gegnum hvatapeningakerfið enda er hann ekki tengdur hvatapeningum á neinn hátt. Það er því ekki hægt að sækja um hann í gegnum Nóra, eini staðurinn til að sækja um styrkinn er á island.is, nánar tiltekið á þessari síðu: https://island.is/styrkur-til-ithrotta-og-tomstundastarfs. Þar fær fólk að vita hvort það eigi rétt á styrknum eða ekki, ef það á rétt á honum opnast fyrir umsókn sem kemur til Garðabæjar og verður hún greidd út þaðan beint til foreldra. Við vonum svo sannarlega að þetta úrræði nýtist einhverjum.  |