Við minnum foreldra og iðkendur á páskafríið okkar frá 11-18. apríl og vonum að þið eigið yndislega páska.
Á sama tíma langar okkur að segja ykkur frá því að sumar námskeiðin okkar eru á fullu að detta inn á síðuna hjá okkur og verður margt spennandi í boði líkt og sumarið í fyrra. Boðið verður upp á námskeið í söng, leiklist, jóga og myndlist fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Við hlökkum svo sannarlega til að njóta saman í sumar með krökkunum.