Mikil ánægja var með námskeiðið Nýju fötin keisarans og höfum við því ákveðið að bæta við öðru námskeiði.
Á þessu bráðsniðuga námskeiði læra þátttakendur að flétta saman endurunnu hráefni úr mismundandi efnum eins og t.d. tómum kaffipokum, snakkpokum og fleiru. Úr því má mynda töskur, skálar, buddur og nálapúða o.fl. Kaffipokarnir fá því nýtt hlutverk og úr verða fallegir og litríkir hlutir.