Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið námskeiðinu Vatnslitun I hjá Klifinu eða hafa almennan grunn í vatnslitamálun.
Á námskeiðinu verður unnið í ólíkum verkefnum og nemendur munu læra fleiri aðferðir til að vinna með vatnsliti en voru á fyrra námskeiðinu og fleiri aðferðir verða notaðar til að flytja fyrirmyndir yfir á vatnslitapappírinn áður en byrjað verður að vatnslita myndirnar.
Nemendur útvega sjálfir málningu, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.
Við hvetjum þátttakendur til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.