ATH. AÐEINS TVÖ PLÁSS LAUS
Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra að vinna með vatnsliti. Farið verður yfir helstu grunnatriði sem tengjast vatnslitum, m.a. mismunandi gerðir af vatnslitum, gerðir af
vatnslitapappír og vantslitapenslum og kenndar verða aðferðir til að ná góðri stjórn á vatnslitamálun. Einnig verður farið yfir það hvernig vatnslitapappír er strekktur á plötu til að hann haldist sléttur þegar myndir eru unnar.
Á námskeiðinu verður unnið í mismunandi verkefnum með ólíkum markmiðum og bæði verður unnið eftir útprentuðum fyrirmyndum og einföldum uppstillingum.
Nemendur útvega sjálfir vatnsliti, pensla, blýanta og strokleður fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.
Hámarksfjöldi nemenda: 12
Við hvetjum þátttakendur til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.