H.A.F. Yoga (Holistic aqua flow yoga) eru mjúkir og slakandi tímar í jógaflæði í vatni, hugleiðslu og fljótandi slökun. Gerðar eru teygjur og flæðisæfingar sem aðlagaðar eru að vatni. Notuð er núvitund og hugleiðsla og flot til að slaka vel á í vatninu. Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðva og losar streitu.
Námskeiðið er 6 vikur og er kennt er 1x í viku, annað hvort á þriðjudögum eða fimmtudögum kl 20:30.
Aðeins eru 12 pláss á hvert námskeið.