Aqua Zumba® öðru nafni Zumba sundlaugarpartý gefur hressilegri líkamsþjálfum nýja merkingu. Gusugangur, teygjur, snúningar, hróp, flaut, hlátur og köll fylgja oft Aqua Zumba tímum. Í Aqua Zumba sameinast hugmyndafræði Zumba og hefðbundin vatnsleikfimi í öruggri en krefjandi líkamsrækt í vatni, þar sem reynir á þol og hefur auk þess líkamsmótandi áhrif. Agua Zumba er síðast en ekki síst ótrúlega hressandi.
AQUA ZUMBA 2x í viku
AQUA ZUMBA 2x í viku
12.800 kr.
Hefst: 24. ágúst |
Tími: Sjá stundaskrá |
Staðsetning: Sjálandsskóli |
Lengd: 4 vikur |
Kennslustundir: 8 skipti |
Aldur: 16 ára og eldri |
Af hverju er gaman í Aqua Zumba ?
✮ Skemmtileg líkamsrækt mikil gleði.
Aqua zumba er ólýsanleg, virkilega skemmtileg líkamsrækt, frábær kennari, skemmtilegar konur og fjörug tónlist. Það er ekki hægt annað en að koma dansandi og syngjandi úr tímunum og sko ekkert vetrarþunglyndi, ó nei. Takk fyrir frábæra tíma og þú losnar sko ekki við mig í bráð Kristbjorg Agustsdottir
✮ Frábær kennari, skemmtileg músik og fínar „stelpur“ í lauginni
✮ Mikil útrás, stuð og stemning og líkamsræktin er plús. Ég fer alltaf brosandi út
✮ Það er alltaf gaman. Eina líkamsræktin sem ég hef nennt að taka fleiri en eitt námskeið í!
✮ Sammála eina líkamsræktin sem ég hef enst í.
✮ Góður kennari, skemmtileg tónlist, stuð og góð útrás og eina líkamsræktin sem ég hef enst í
✮ Frábær kennari, alltaf stuð og gaman og skemmtilegar konur þannig að ég fer alltaf brosandi út
✮ Skemmtilegasta leikfimi sem ég hef prófað – svo skemmtileg að ég verð ótrúlega svekkt þegar ég missi úr tíma
✮ Aqua Zumba er líkamsrækt sem langflestir geta stundað. Frábært fyrir fólk sem getur ekki æft í sal Vatnið er allra meina bót. Þar fyrir utan er þetta frábær tónlist, mikið stuð, skemmtilegt og alltaf bros
✮ Aqua zumba er svo gott fyrir líkama og sál.
✮ Gleðin er svo mikil. Svo fær maður frábæra hreyfingu í leiðinni.
✮ Aqua zumba er það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig.
✮ þetta er svo GAMAN!!
✮ Æðislega gaman ! Geggjuð tónlist og skemmtilegir dansar sem allir geta tekið þátt í 🙂
✮ Frábært Zumba-námskeið. Gaman að þarna voru konur á öllum aldri . Alltaf gaman að dansa!
About Instructor
12.800 kr.
Hefst: 24. ágúst |
Tími: Sjá stundaskrá |
Staðsetning: Sjálandsskóli |
Lengd: 4 vikur |
Kennslustundir: 8 skipti |
Aldur: 16 ára og eldri |