Í síðustu viku fengum við góða gesti í Klifið þegar fréttamaður Monitors TV tók viðtal við Unnstein Manuel söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson á kajak í Klifinu. Tilefnið var útgáfutónleikar Retro Stefson þann 5. október, en hljómsveitin er án efa ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands í dag. Klifið fékk þau Borg Dóru, Dagrúnu, Rúnar Má og Kristófer Orra sem öll eru nemendur í unglingadeild Sjálandsskóla og alvön kajaksiglingum til að leiðbeina Agnesi sjónvarpskonu og Unnsteini rokkstjörnu. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði má ekki betur sjá en að allir hafi skemmt sér konunglega, enda fátt skemmtilegra en að leika sér á kajak í ylvolgu sundlaugarvatninu.
Þú getur séð myndskeiðið með því að smella á myndina 🙂