Fréttir
Miklar framfarir á söngnámskeiði Klifsins
- 11/25/2014
- Posted by: admin42
- Flokkur: Fréttir
Ungar og upprennandi söngkonur héldu glæsilega tónleika í Klifinu þann 24. nóvember síðstliðinn. Stúlkurnar eru allar á aldrinum 6 til 8 ára og stóðu þær sig með mikilli prýði þegar þær sungu á sviði hátíðarsals Flataskóla fyrir fjölskyldur sínar og ættingja. Þær hafa æft söng síðastliðnar 10 vikur undir handleiðslu Rebekku Sifjar Stefánsdóttur söngkonu og söngþjálfara.
Á söngnámskeiðinu fengu nemendur þjálfun í að syngja einsöng og saman í hóp. Hver og einn fékk einstaklings söngþjálfun í bland við samsöngsæfingar. Nemendur unnu saman í hóp þar sem unnið var að því að búa til takta o.fl. æfingar með hljóð.
Tónstíll námskeiðsins var dægurlög þar sem börnin lærðu lög eftir þekkta listamenn og samdi hópurinn tvö frumsamin lög. Á æfingunum lærðu nemendur að syngja við gítarundirspil og undirspil af geisladisk. Nemendur fengu jafnframt þjálfun í raddbeitingu í mismunandi rýmum. Afraksturinn var síðan tekinn upp á mp3 og lauk með tónleikum fyrir fjölskyldur stúlknanna.