Fréttir
Miðasala hafin á vorsýningu dansdeildar
- 03/22/2015
- Posted by: admin42
- Flokkur: Fréttir
Nú styttist í hina árlegu vorsýningu dansdeildar Klifsins, en hún fer fram föstudaginn 27. mars nk. kl. 18:00. Sýningin fer að þessu sinni fram í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2 í Reykjavík. Við vorum svo heppin að komast að í samkomuhúsinu Gamla bíó í þetta fallega hús sem er nýbúið að gera upp. Þar er mjög gott svið fyrir börnin sem hentar sýningunni. Hægt er að nálgast miða á sýninguna á Miði.is
Markmið danssýningarinnar í Klifinu er að gefa nemendum tækifæri til þess að öðlast reynslu í því að koma fram og njóta sín á sviði. Dans er sviðslist og því leggjum við áherslu á að nemendur fái að kynnast því af eigin raun að stíga á svið og fá að fara í búninga. Það að taka þátt í sýningu á alvöru sviði og fá að koma fram í leikhúsi er hluti af þjálfuninni og gefur nemendum innsýn í heim dansarans. Allir nemendur dansdeildarinnar hafa tekið virkan þátt í því að skapa sýninguna í vor og hafa sýnt áhuga, frumkvæði og sjálfstæði í sköpuninni. Hver hópur gegnir ákveðnu hlutverki í sýningunni.
Um helgina mættu allir allir hópar á sameiginlega dansæfingu í Flataskóla. Æfingin gekk ljómandi vel og greinilegt að nemendur hafa lagt sig fram í danstímum í vetur. Í ár setja nemendur upp ævintýrið um Pétur og úlfinn, sem þeir hafa endurskýrt Pétrína og úlfurinn.
Skráning er einnig hafin á dansnámskeið Klifsins sem hefjast eftir páska.