Þessu ætlar víst ekki að ljúka í bráð. Við bundum vonir við það að geta opnað á ný 19. október en nú er staðan sú að við höldum áfram að vera með lokað hjá okkur til 3. nóvember.
Við erum þó ótrúlega glöð með það að við náum að fara af stað með kennslu í píanó og gítar í þessari viku og fáum við að kenna tímabundið í Vídalínskirkju á meðan skólarnir eru lokaðir fyrir utan að komandi starfsemi. Við erum ótrúlega þakklát fyrir það, þrátt fyrir að aðstaðan sé ekki líkt og við erum vön.
Nú er það bara að krossa fingur og vona að við getum farið af stað 3. nóvember og klárað námskeiðin okkar í des og jafnvel inn í byrjun janúar. En svona er bara raunveruleikinn hjá okkur á haustönn 2020, við gerum okkar besta að gera jákvætt úr þessu.
Óskum ykkur góðra heilsu og nóg af útiveru á þessum fallegu haust dögum.