Bergrós Kjartansdóttir prjónahönnuður kynnir og kennir prjónahönnun sína Heimsljós og Norðurljós. Flíkurnar hafa notið mikilla vinsælda prjónafólks og birtust síðastliðið haust í prjónablaðinu Lopa 31, frá Ístex.Bergrós segir frá kveikjunni að flíkunum og þeim leiðum sem hún fer í sinni hönnun.
Þátttakendur fá hér einstakt tækifæri til að hlusta á Bergrósu lýsa þeim aðferðum sem hún notar við prjónahönnun sína. Þú mætir, hlustar yfir kaffibolla, fylgist með og byrjar jafnvel að prjóna flíkina (ef þú ert þegar byrjuð og vantar aðstoð mætir þú með flíkina) og verður leidd í allan sannleikann um þær aðferðir sem notaðar eru í uppskriftunum.