Dansnámskeið Klifsins hafa verið vinsæl undanfarin misseri. Fleiri og fleiri eru farnir að uppgötva hversu gaman það er að dansa. Í dansinum eflum við styrk, fáum hjartað til að slá örar og verðum liprari og mýkri í hreyfingum. Dansnámskeiðin í Klifinu eru aðlöguð að aldri þátttakenda og áhugasviði. Þátttakendur á öllum námskeiðunum taka virkan þátt […]
Nú styttist í að haustönn Klifsins líti dagsins ljós. Starfsfólk skrifstofu er komið til starfa á ný eftir sumarleyfi og munu námskeið vetrarins birtast eitt af öðru inni á vefnum næstu daga. Við vekjum athygli á því að við erum að innleiða nýtt skráningarkerfi, Nóra kerfið og erum við að vinna í þvi að setja […]
Skrifstofa Klifsins er lokuð dagana 15. – 18. júní. Skrifstofan opnar á nýjan leik föstudaginn 19. júní. Fyrirspurnum er svarað í gegnum netfangið klifid@klifid.is
Skráning er hafin á sumarnámskeið Klifsins sem verða í júní og ágúst. Í júní bjóðum við upp á Litla uppfinningaskólann fyrir hugmyndaríka krakka, dansnámskeið og einkatíma í gítar. Litli uppfinningaskólinn verður í júní í Garðabæ og í Hafnarfirði í ágúst. Smelltu hér til að sjá nánari lýsingu á sumarnámskeiðunum.
Skráning stendur nú sem hæst á vornámskeið Klifsins sem hefjast eftir páska. Fjölmörg skemmtileg námskeið eru í boði að venju. Þessa dagana er mörgum námskeiðum sem hófust í byrjun árs að ljúka með tilheyrandi tónleikum og sýningum. Þann 27. mars sl. hélt dansdeild Klifsins til að mynda glæsilega danssýningu í Gamla bíó þar sem nemendur […]
Klifið er komið í páskafrí. Því eru engin námskeið í vikunni. Námskeiðin hefjast á nýjan leik þriðjudaginn eftir páska. Gleðilega páska !
Nú styttist í hina árlegu vorsýningu dansdeildar Klifsins, en hún fer fram föstudaginn 27. mars nk. kl. 18:00. Sýningin fer að þessu sinni fram í Gamla bíó, Ingólfsstræti 2 í Reykjavík. Við vorum svo heppin að komast að í samkomuhúsinu Gamla bíó í þetta fallega hús sem er nýbúið að gera upp. Þar er mjög gott […]
Vegna ofsaveðurs sem spáð er laugardaginn 14. mars verða allar ballettæfingar í Klifinu færðar frá laugardegi yfir á sunnudaginn 15. mars en þá á veðrið að verða mun skaplegra. Æfingarnar verða á sama tíma og venjulega og á sama stað.
Næstkomandi laugardag, þann 14. mars, mun námskeiðið Myndlist og hönnun, ævintýralegar fígúrur falla niður þar sem báðir kennarar námskeiðsins eru að taka þátt í HönnunarMarsi. Þær Rúna og Hanna Dís bjóða börn og fullorðna, hjartanlega velkomin á sýningarnar þeirra. Hér má sjá dagskrá Hönnunarmars 2015. Hanna Dís verður með sýningu í Hannesarholti, Grundarstíg 10. Á sýningunni […]