Þann 11. apríl síðastliðinn fór fram fjórða badmintonmót Klifsins. Mikil gleði ríkti á mótinu að venju og er óhætt að segja að jákvæðni og gleði hafi verið í fyrirrúmi. Keppt var tvíliðaleik og skiptust liðin ýmist í karlalið, blönduð lið og kvennalið. Sigurvegar mótsins voru Steinarnir, í öðru sæti urðu Pillurnar og Brons lenti í […]
Páskafrí verður á öllum tómstundanámskeiðum Klifsins dagana 2. – 9. apríl næstkomandi. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar páskahátíðar. Námskeiðin hefjast á ný þriðjudaginn 10. apríl.
Þann 18. apríl hefst á ný kynslóðanámskeiðið tálgað í tré með Ólafi Oddssyni skógræktarfræðingi. Námskeiðið fékk afar góðar viðtökur síðastliðið vor, en Ólafur er frumkvöðull á sviði útikennslu og hefur haldið fjölmörg tálgunarnámskeið. Í lok námskeiðs verður farið í ævintýraferð upp í Kjós þar sem Ólafur hefur ræktað sinn eigin skóg síðastliðna áratugi. Skráning er hafin á námskeiðið.
Skáldað í ull – 27. mars MEÐ PRJÓNAHÖNNUÐI – EIN KVÖLDSTUND Bergrós Kjartansdóttir prjónahönnuður kynnir og kennir prjónahönnun sína Heimsljós og Norðurljós. Flíkurnar hafa notið mikilla vinsælda prjónafólks og birtust síðastliðið haust í prjónablaðinu Lopa 31, frá Ístex.Bergrós segir frá kveikjunni að flíkunum og þeim leiðum sem hún fer í sinni hönnun. Þátttakendur fá hér […]
Einar Mikael besti töframaður landsins að okkar mati er með frábær námskeið fyrir börn, þau læra ekki aðeins að galdra og töfra, þau læra að koma fram og sýna fyrir framan fullan sal af fólki listir sínar. Einar er með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á miðvikudögum hjá Klifinu fram á vor.Fyrir áramót þá […]
KLIFIÐ fræðslusetur er nú að hefja sínu fjórðu önn þökk sé áhugasömum Garðbæingum um skapandi menningu. Nýr vefur Klifsins lítur dagsins ljós í vikunni. Leitar-og skráningarkerfi hefur verið endurbætt þannig að viðskiptavinir ættu nú að eiga auðveldara með að átta sig á hvað er í boði hverju sinni. Í vor verður sem fyrr fjöldi námskeiða […]
Í vikunni hófst töfrabragðanámskeið þar sem 16 mjög áhugasamir nemendur lærðu hina ýmsu spilagaldra.Myndlistarnámskeiðin okkar hófust einnig vikunni og ekki annað hægt að segja en byrjunin lofi góðu. Á myndinni má sjá upprennandi listamenn að stíga sín fyrstu skref. Þeir unnu meðal annars með blek og bjuggu til skrýtin skordýr. Leiklistarnámskeiðin hefjast einnig í vikunni. Mikil […]
Í vikunni fara flest barna- og unglinganámskeið Klifsins af stað. Það er orðið fullt á tálgað í tré, leikjaforritun og eldfjallavísinda námskeiðið. Enn er hægt að bóka sig á hin námskeiðin. Við viljum benda á að breyta þurfti tímasetningum á leiklistarnámskeiðunum og vísindanámskeiðunum.