Í vetur verða mörg spennandi námskeið í boði bæði sívinsæl og ný. Í lok vikunnar verður búið að opna fyrir skráningar á öll námskeiðin. Fylgist vel með því það er fljótt að fyllast á námskeiðin
Haustnámskeið Klifsins verða sem fyrr með fjölbreyttu sniði, við erum þessa dagana að setja námskeiðin á vef Klifsins. Það sem verður í boði á haustönn er m.a. Myndlistarnámskeið Gítarnámskeið Bassanámskeið Trommunámskeið píanónámskeið Leiklistarnámskeið Myndlistarnámskeið Fjársjóðsleitin Söng og hugræktarnámskeið Söngnámskeið Dans og ballettnámskeið Agua Zumba Badminton Uppfinninganámskeið og margt fleira 🙂
Skrifstofa Klifsins er lokuð í júlí. Við opnum aftur eftir verslunarmannahelgi.
Sumarnámskeið Klifsins hefjast 10. júní. Litli uppfinningaskólinn 1a hefst kl. 8:30 og stendur yfir til kl. 12:30 alla dagana. Litli uppfinningaskólinn verður aftur á dagskrá eftir verslunarmannahelgi og hefst hann á nýjan leik þann 6. ágúst og stendur hann yfir til 15. ágúst. Enn eru laus pláss á Litla uppfinningaskólann í ágúst, en uppselt er í skólann […]
Í vikunni lýkur fjórða starfsári Klifsins skapandi fræðsluseturs í Garðabæ. Við endum viðburðarríkt vetrarstarfið með kassabílaralli, sólarskoðun, hlutverkaleikjum og dansi. Á undanförnum árum hefur hugmyndafræði Klifsins verið í stöðugri mótun og þróun. Klifið er fræðslusetur sem leggur áherslu á fjölbreytt og skapandi námskeið og er sérstaða Klifsins á sviði nýsköpunar og skapandi greina. Áhersluatriði […]
Þessa dagana tökum við á móti nýjum þátttakendum á fjölmörg vornámskeið sem hefjast eftir páska. Síðastliðinn laugardag mættu ungir dansarar í ballet og breakdans og í dag hefst hlutverkaspilið fyrir unglinga (2 sæti laus). Á morgun, þriðjudag hefjast hetjuspilið fyrir 10 – 12 ára (3 sæti laus) og spunadansnámskeið fyrir 6 -12 ára. Á miðvikudag mætir […]
Dagana 14. – 21. apríl er páskafrí í Klifinu. Námskeiðin hefjast á nýjan leik þriðjudaginn 22. apríl. Við óskum viðskiptavinum Klifsins gleðilegra páska og hlökkum til að sjá sem flesta á vornámskeiðum Klifsins sem hefjast hvert af öðru í lok apríl, byrjun maí.
Í sumar verður Klifið með annarsvegar dansnámskeið fyrir 7-12 ára í júni frá kl. 13-16 og hins vegar Litla uppfinningaskólann fyrir krakka sem vilja virkja hugvitið. Sjá nánar um námskeiðin hér
Um helgina sýndu rúmlega 120 dansnemendur afrakstur vetrarins fyrir framan fullan sal af vinum og vandamönnum í Salnum í Kópavogi. Við í Klifinu þökkum öllum gestum kærlega fyrir komuna og dönsurunum okkar dásamlegu þökkum við fyrir stórkostlega sýningu. Hér er hægt að sjá fleiri myndir frá sýningunni smella hér