Einar Mikael besti töframaður landsins að okkar mati er með frábær námskeið fyrir börn, þau læra ekki aðeins að galdra og töfra, þau læra að koma fram og sýna fyrir framan fullan sal af fólki listir sínar. Einar er með námskeið fyrir byrjendur og lengra komna á miðvikudögum hjá Klifinu fram á vor.Fyrir áramót þá […]
KLIFIÐ fræðslusetur er nú að hefja sínu fjórðu önn þökk sé áhugasömum Garðbæingum um skapandi menningu. Nýr vefur Klifsins lítur dagsins ljós í vikunni. Leitar-og skráningarkerfi hefur verið endurbætt þannig að viðskiptavinir ættu nú að eiga auðveldara með að átta sig á hvað er í boði hverju sinni. Í vor verður sem fyrr fjöldi námskeiða […]
Í vikunni hófst töfrabragðanámskeið þar sem 16 mjög áhugasamir nemendur lærðu hina ýmsu spilagaldra.Myndlistarnámskeiðin okkar hófust einnig vikunni og ekki annað hægt að segja en byrjunin lofi góðu. Á myndinni má sjá upprennandi listamenn að stíga sín fyrstu skref. Þeir unnu meðal annars með blek og bjuggu til skrýtin skordýr. Leiklistarnámskeiðin hefjast einnig í vikunni. Mikil […]
Í vikunni fara flest barna- og unglinganámskeið Klifsins af stað. Það er orðið fullt á tálgað í tré, leikjaforritun og eldfjallavísinda námskeiðið. Enn er hægt að bóka sig á hin námskeiðin. Við viljum benda á að breyta þurfti tímasetningum á leiklistarnámskeiðunum og vísindanámskeiðunum.
Búið er að opna fyrir skráningar á barna- og unglinganámskeið Klifsins. Námskeið fyrir fullorðna eru í undirbúningi og munu nýjar námskeiðslýsingar birtiast á heimsíðunni næstu daga. Meðal nýjunga hjá okkur er t.d. íkonamálun, skreytilistanámskeið og ýmis lista- og handverksnámskeið.
Í blíðviðrinu 14. júlí sigldum við á Arnarnesvogi, fórum í land á Arnarnesi og borðuðum nesti og sigldum svo um voginn í góðum félagsskap. Við sólsetur skelltu sumir þátttakendur sér í sjóinn og æfðu félagabjörgun. Aðrir fylgdust með og höfðu gaman af. Við ströndina mátti heyra ljúfa djasstóna frá kaffihúsinu Himni og haf.
Klifið vinnur nú að undirbúningi haustannar. Í september verður opnað fyrir skráningar á fjölbreyttum námskeiðum fyrir fólk á öllum aldri. Ef þú ert með hugmyndir að áhugaverðum námskeiðum eða veist af spennandi leiðbeinendum sem þú telur að eigi erindi í Klifið máttu koma ábendingum á framfæri til okkar á klifid@klifid.is
Ótrúlega flottir drengir skutu upp sinni fyrstu eldflaug í gær á lokadegi vísindanámskeiðsins. Það var haldin eldflaugasýning fyrir fjölskyldu og þá sem áttu leið hjá.