Skrifstofa Klifsins verður lokuð þriðjudaginn 2. október og miðvikudaginn 3. október vegna námsferðar starfsmanna. Við verðum ekki við símann þessa daga, en reynum að svara tölvupósti eftir fremsta megni á klifid@klifid.is. Ferðinni er heitið í Skálholt þar sem við munum njóta leiðsagnar fræðimannanna Etienne og Beverly Wenger-Trayner, en þau eru stödd á Íslandi um þessar […]
Í síðustu viku fengum við góða gesti í Klifið þegar fréttamaður Monitors TV tók viðtal við Unnstein Manuel söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson á kajak í Klifinu. Tilefnið var útgáfutónleikar Retro Stefson þann 5. október, en hljómsveitin er án efa ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands í dag. Klifið fékk þau Borg Dóru, Dagrúnu, Rúnar Má og Kristófer […]
Í helgarblaði Morgunblaðsins má lesa umfjöllun um Klifið. Sjá hér.
Í vikunni hefjast myndlistar- og leiklistarnámskeið haustannar hjá okkur í Klifinu skapandi fræðslusetri. Námskeiðin fara fram í Flataskóla og erum við í óðaönn að koma okkur fyrir í norðurálmu skólans. Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum hópum af skapandi börnum og unglingum næstu dagana. Uppselt er á japanska poppmenningu en nokkur sæti […]
Við höfum bætt við fleiri námskeiðum á Nýju fötin keisarans. Uppselt er á námskeiðið sem hefst 5. september. Næstu námskeið verða 26. september og 10. október. Á þessu bráðsniðuga námskeiði mun Kristín Guðmundsdóttir leiðbeina þátttakendum hvernig hægt er að endurnýta kaffipoka, snakkpoka o.fl. til að vefa veski, armbönd og aðra fylgihluti.
Miðvikudaginn 15. ágúst 2012 halda grunnskólar Garðabæjar sameiginlegt þing kennara í samvinnu við Menntaklifið og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar. Yfirskrift þingsins er endurskoðun námsmats í grunnskólum Garðabæjar, þar sem innleiðing nýrrar aðalnámskrár fer fram í skólum landsins þessi misserin. Þóra Björk Jónsdóttir kennslu- og sérkennslufræðingur og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla flytja erindi á þinginu. Hægt er að […]
Klifið býður hópum að taka á leigu badmintonvöll í íþróttamiðstöð Sjálandsskóla. Tilvalið er fyrir vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba eða fjölskyldur að eiga frátekinn völl einu sinni í viku. Pláss er fyrir fjóra iðkendur á einum velli í einu svo allt að 5 aðilar geta verið saman í hópi. Í salnum eru 3 vellir svo pláss er […]
Klifið skrifaði undir samstarfssamning við Garðabæ á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem haldin var í samkomuhúsinu Garðaholti þann 24. maí 2012. Samningnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir skapandi tómstundastarf barna og uppbyggingu Menntaklifs í bæjarfélaginu. Hér eru þær Ágústa Guðmundsdóttir og Ásta Sölvadóttir frá Klifinu ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Áslaugu Huldu Jónsdóttur […]