Námskeiðið hentar þeim sem hafa lokið námskeiðinu Akrýl málun I hjá Klifinu eða hafa almennan grunn í akrýlmálun.
Að þessu sinni verður kafað dýpra í notkun akrýlmálningar og unnið í mismunandi verkefnum. Unnið verður eftir fyrirmyndum og kennarinn sýnir nokkrar mismunandi aðferðir við að færa fyrirmyndina yfir á pappírinn svo að hægt sé að byrja að mála myndina. Einnig verða sýndar mismunandi aðferðir við beitingu pensilsins.
Kennd verður aðferð við að ná meiri stjórn á akrýlmálningunni svo að hægt verði að beita henni á auðveldari hátt við gerð nákvæmari mynda með fínni smáatriðum.