Aqua Yogalates eru mjúkir og rólegir tímar þar sem búið er að blanda saman HAF yoga (jóga í vatni, sem kennt hefur verið á Íslandi í um áratug) og Peyow Aqua Pilates (sem hefur verið kennt í Bandaríkjunum í tvo áratugi). Hreyfing í vatni slakar náttúrulega á vöðvum, viðheldur hreyfigetu liða, þjálfar djúpvöðva og losar streitu. Úr HAF yoga tökum við teygjur, flæði og núvitund og úr Aqua Pilates tökum við styrktar- og stöðuleikaæfingar þar sem áhersla er lögð á virkni djúpvöðva.
Æfingar eru bæði unnar með og án stuðningstækja og boðið er upp á flot í lok tímans.
- Námskeiðin hefjast þriðjudaginn 7. janúar og eru í 8 vikur
- Kennt er:
- þriðjudaga klukkan 20:30
Kennari er Kristbjörg Ágústsdóttir, HAF yoga kennari, Fusion Pilates kennari og í Pilates námi hjá Kinected, Kane School NYC.