Námskeiðið hentar bæði þeim sem vilja ná grunnfærni í teikningu ásamt þeim sem hafa bakgrunn í teikningu og vilja læra nýjar aðferðir. Á námskeiðinu verður unnist með skissubækur og mælt er með því að nemendur noti A4 eða A3 skissubók. Það er í lagi að hafa mismunandi stærðir og gerðir af skissubókum með sér.
Í hverjum tíma verður mismunandi verkefni tekið fyrir með ólíkum áherslum. Meðal þess sem verður farið yfir í tímunum:
Mismunandi skissutækni og æfingar til að teikna fyrirmyndir og uppstillingar á sem einfaldastan hátt.
Fjarvíddarteikning verður kennd með mismunandi fjölda brennipunkta.
Mismunandi aðferðir við að mæla hlutföll hluta til að teikningin verði sem réttust.
Nemendur fá kynningu á mismunandi efnum eins og kolum, bleki og vatnslitum.
Við hvetjum þátttakendur til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.