Námskeiðið hentar þeim sem vilja ná grunnfærni í að mála með akrýl og farið verður yfir helstu hluti sem tengjast akrýlnum. Það verður farið í mismunandi efni eins og pensla, mismunandi gerðir lita og hvernig á að undirbúa striga áður en byrjað er að mála.
Einnig verða kenndar aðferðir við að mæla hlutföll á þeim hlutum sem nemandinn málar. Farið verður yfir hvernig hægt er að einfalda flókin form, vinna með ljós og skugga og mismunandi skissutækni þegar málaðir eru hlutir eftir uppstillingu.
Nemandinn þarf ekki að hafa bakgrunn í myndlist til að sækja námskeiðið og byrjað verður á einföldum verkefnum sem henta byrjendum.
Nemendur útvega sér málningu og pensla fyrir námskeiðið en við sendum póst fyrir fyrsta tíma og bendum á hvað og hvar er gott að fjárfesta í slíku.