Viðburðarríkri önn er senn að ljúka hjá Klifinu skapandi fræðslusetri og nú styttist í að síðustu námskeiðin klárist á haustönn 2012. Næstkomandi laugardag verður myndlistarsýning barna frá 11:45 – 12:15. Á laugardaginn er einnig síðasti tíminn á olíulitanámskeiði Ingimars Waage. Þar hafa 11 áhugasamir frístundamálarar málað hverja myndina af fætur annarri á síðustu vikum og er óhætt að segja að framleiðni hafi verið með eindæmum hjá hópnum. Þriðjudaginn 11. desember lýkur síðan íkonanámskeiði að hætti gömlu meistaranna. Konstantin hefur kennt þátttakendum rétta handbragðið við listsköpunina og er afraksturinn dásamlega fallegir íkonar.
Námskeið vorannar verða sett inn á vefinn fljótlega. Ef þú ert með góða hugmynd að námskeiði eða smiðju sem þú vilt sjá í Klifinu getur þú komið ábendingum áleiðis á netfangið: klifid@klifid.is.