Klifið skrifaði undir samstarfssamning við Garðabæ á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem haldin var í samkomuhúsinu Garðaholti þann 24. maí 2012. Samningnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir skapandi tómstundastarf barna og uppbyggingu Menntaklifs í bæjarfélaginu. Hér eru þær Ágústa Guðmundsdóttir og Ásta Sölvadóttir frá Klifinu ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Áslaugu Huldu Jónsdóttur forseta bæjarstjórnar að undirrita samninginn.