september
Í síðustu viku fengum við góða gesti í Klifið þegar fréttamaður Monitors TV tók viðtal við Unnstein Manuel söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson á kajak í Klifinu. Tilefnið var útgáfutónleikar Retro Stefson þann 5. október, en hljómsveitin er án efa ein af vinsælustu hljómsveitum Íslands í dag. Klifið fékk þau Borg Dóru, Dagrúnu, Rúnar Má og Kristófer […]
Í helgarblaði Morgunblaðsins má lesa umfjöllun um Klifið. Sjá hér.
Í vikunni hefjast myndlistar- og leiklistarnámskeið haustannar hjá okkur í Klifinu skapandi fræðslusetri. Námskeiðin fara fram í Flataskóla og erum við í óðaönn að koma okkur fyrir í norðurálmu skólans. Við hlökkum mikið til að taka á móti nýjum hópum af skapandi börnum og unglingum næstu dagana. Uppselt er á japanska poppmenningu en nokkur sæti […]
Við höfum bætt við fleiri námskeiðum á Nýju fötin keisarans. Uppselt er á námskeiðið sem hefst 5. september. Næstu námskeið verða 26. september og 10. október. Á þessu bráðsniðuga námskeiði mun Kristín Guðmundsdóttir leiðbeina þátttakendum hvernig hægt er að endurnýta kaffipoka, snakkpoka o.fl. til að vefa veski, armbönd og aðra fylgihluti.