Skilmálar

Almennt
Klifið áskilur sér rétt til að hætta við bókanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á þjónustu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Afhending þjónustu
Klifið áskilur sér rétt til að hætta við eða fresta námskeiðum ef ekki fæst lágmarks þátttaka. Námskeiðsgjald námskeiða sem kunna að verða felld niður verður endurgreitt að fullu.

Afskráning og endurgreiðsla
Við skráningu á námskeið hjá Klifinu samþykkir viðskiptavinur greiðslu á námskeiðsgjaldi og við skráningu telst kominn á skuldbindandi samningur milli Klifsins og viðskiptavinar. Ef viðskiptavinur afskráir sig seinna en tveimur sólarhringum áður en námskeið hefst áskilur Klifið sér rétt til að innheimta 50% námskeiðsgjalda. Ef viðskiptavinur afskráir sig þegar innan við vika er í að námskeið hefjist getur Klifið krafist þess að halda eftir hlutagreiðslu í samræmi við 1. mgr. 23. gr. neytendalaga nr. 16/2016.
Allar afskráningar verða að berast skriflega til Klifsins á netfangið klifid@klifid.is  til þess að vera teknar gildar.
Námskeiðsgjöld eru að jafnaði innheimt áður en námskeið hefst þar sem flestir viðskiptavinir skrá sig og greiða með greiðslukorti í gegnum Abler hjá Klifinu

Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Skattar og gjöld
Námskeiðshald er undanþegið VSK og öll verð á vefnum eru án VSK.