Fréttir
Skapandi sumarnámskeið 2016
- 03/12/2016
- Posted by: admin42
- Flokkur: Uncategorized
Sumarið 2016 verða ýmis skapandi sumarnámskeið í boði í Klifinu. Námskeiðin verða fjölbreytt og spanna allt frá skapandi leikjanámskeiðum til skapandi ritsmiðja. Nánari upplýsingar um námskeiðin koma inn á vefinn á næstu dögum.
Staðsetning: Holtsbúð 87, Garðabæ. Umhverfi Holtsbúðarinnar býður upp á mikla möguleika til sköpunar bæði úti og inni og verður leikgleðin og sköpunarmátturinn í fyrirrúmi á námskeiðunum.
Aldur: Námskeiðin eru í boði fyrir börn fædd árin 2003 – 2010. Skipt verður í tvo aldurshópa, 6 – 9 ára og 10 – 13 ára.
Dagsetningar:
- Vika 1. 13. júní – 16. júní (4 dagar)
- Vika 2. 20. júní – 24. júní
- Vika 3. 27. júní – 1. júlí
- Vika 4. 4. júlí – 8. júlí
- Vika 5. 2. ágúst – 5. ágúst (4 dagar)
- Vika 6. 8. júlí – 12. júlí
Skapandi leikjanámskeið: Hægt er að vera allan daginn frá 9:00 – 16, eða hálfan daginn frá 9:00 – 12 og 13:00 – 16:00 Innifalin er gæsla í hádeginu frá 12 – 13. Hægt er að greiða fyrir gæslu frá 8:30 – 9:00 og 16:00 – 16:30.
Markmið skapandi leikjanámskeiðanna er að þátttakendur kynnist fjölbreyttum miðlum myndlistar og tónlistar í bland við leik, dans og söng. Unnið verður í smiðjuvinnu bæði úti og inni. Auk þess verður farið í vettvangsferðir um nágrenni Klifsins.
Skráning: Skrá verður barn áður en mætt er á námskeiðin. Ekki er mögulegt að skrá á staðnum. Hægt er að fá aðstoð við skráningu á skrifstofu Klifsins.