Klifið
  • Sumarnámskeið
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning
  • Sumarnámskeið
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning

Myndlist og teikning · 6-9 ára

Kennarar
Sjöfn Asare
Flokkur:
5-9 ára/ Öll námskeið/ sumarnámskeið/
19.990 kr.
Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Á þessu námskeiði fá börn að stíga inn í heim ævintýra og sköpunar. Við förum út í náttúruna, uppgötvum nýjan efnivið, veltum fyrir okkur sögum og verðum sjálf hluti af ævintýrum sem við búum til saman. Börnin læra að skoða umhverfið sitt með nýjum augum, vinna saman og nota hugmyndaflugið til að skapa listaverk, sögur og persónur. Við munum nýta efnivið úr náttúrunni – greinar, lauf, steina, vatn og fleira – sem hráefni í alls konar verkefni. Í gegnum leik, rannsóknir og samtal fá börnin að þróa með sér sköpunargleði, sjálfstæða hugsun og gleðina við að prófa sig áfram.

19.990 kr.

SKRÁNING
Hefst: Sjá dagsetningar í lýsingu
Tími: kl. 9-12 eða 13-16
Staðsetning: Flataskóli
Lengd: 4 eða 5 dagar
Kennslustundir: 18 eða 22,5
Aldur: 6-9 ára

Námskeiðið er fyrir krakka sem elska að teikna og skapa. Á námskeiðinu læra nemendur helstu undirstöðuatriði í teikningu og fá tækifæri til að æfa sig í að teikna umhverfi sitt og prófa fjölbreytt efni og verkfæri til listköpunar. Á þessu námskeiði fá börn að stíga inn í heim ævintýra og sköpunar. Við förum út í náttúruna, uppgötvum nýjan efnivið, veltum fyrir okkur sögum og verðum sjálf hluti af ævintýrum sem við búum til saman. Börnin læra að skoða umhverfið sitt með nýjum augum, vinna saman og nota hugmyndaflugið til að skapa listaverk, sögur og persónur. Við munum nýta efnivið úr náttúrunni – greinar, lauf, steina, vatn og fleira – sem hráefni í alls konar verkefni. Í gegnum leik, rannsóknir og samtal fá börnin að þróa með sér sköpunargleði, sjálfstæða hugsun og gleðina við að prófa sig áfram.

  • Vika 1 · 10-13 júní kl. 13-16 – 4 dagar verð 19.990 kr.
    Myndlist og teikning: ævintýri og töfrar
  • Vika 2 · 16-20 júní kl. 9-12 – 4 dagar verð 19.990 kr.
    Myndlist og teikning: heimur hafsins
  • Vika 4 · 30 júní-4 júlí kl. 9-12 – 5 dagar verð 24.990 kr.
    Myndlist og teikning: goðsögur og hetjur

​Hádegisgæsla: Hægt er að skrá börn í hádegisgæslu milli kl. 12:00-13:00 á meðan námskeiðunum stendur. Passið að velja rétt tímabil inni í Abler, hægt er að finna hádegisgæsluna undir sumarnámskeið Klifsins í Abler. Tilvalið fyrir þau börn sem eru á námskeiðum bæði fyrir og eftir hádegi hjá Klifinu. ​

Ath.
Mikilvægt er að klæða börn eftir veðri, þar sem farið er út alla dagana og hafa meðferðis léttan bita, nesti.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

​Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins

Um kennara

Sjöfn Asare
Myndlistarkennari

19.990 kr.

SKRÁNING
Hefst: Sjá dagsetningar í lýsingu
Tími: kl. 9-12 eða 13-16
Staðsetning: Flataskóli
Lengd: 4 eða 5 dagar
Kennslustundir: 18 eða 22,5
Aldur: 6-9 ára

Klifið

Klifið býður upp á fjölbreytt skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna.

Virkjaðu sköpunarkraftinn þinn í Klifinu!

Hafðu samband

  • Garðatorg 7
  • klifid@klifid.is

Fylgdu okkur

Leita