Klifið
  • Sumarnámskeið
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning
  • Sumarnámskeið
  • Námskeið
  • Klifið
  • Skráning

Myndlist fyrir 6-9 ára

Kennarar
Heiða Lind Sigurðardóttir
Flokkur:
5-9 ára/ Myndlistarnámskeið fyrir börn/ Öll námskeið/
42.900 kr.
Myndlistarnámskeið fyrir börn

42.900 kr.

SKRÁNING
Hefst: 29. janúar
Tími: miðvikudaga 16:00 - 17:15
Staðsetning: Hofstaðaskóli
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 19
Aldur: 6-9 ára
Á þessu skemmtilega og skapandi myndlistarnámskeiði fá nemendur tækifæri til að uppgötva listamanninn í sjálfum sér. Lögð er áhersla á fjölbreytt verkefni sem hvetja til hugmyndaauðgi, tilraunastarfsemi og sjálfstæðrar sköpunar.

Hvað gerum við á námskeiðinu?

  • Prófum ólík efni og tækni, svo sem, vaxliti, þekjumálingu vatnsliti og leir.
  • Lærum að nota form, liti og línur til að túlka heiminn í kringum okkur á nýjan hátt.
  • Sköpum myndir út frá eigin hugmyndum, sögum, lifandi verum og náttúrunni og styrkjum þannig sjálfstraust og sjálfstæða nálgun.
  • Ræðum saman um verk annarra, bæði samtímalistamanna og sögulegra, og lærum að sjá fegurð, fjölbreytileika og tjáningu í list.

Markmið námskeiðsins

  • Að efla skapandi hugsun og sjálfstæða tjáningu barna.
  • Að auka skilning á grunnatriðum myndlistar, litaskynjun og formum.
  • Að skapa öruggt og hvetjandi umhverfi þar sem hvert barn fær að njóta sín.

Námskeiðið hentar börnum sem hafa áhuga á að teikna, mála og búa til listaverk í notalegu, hvetjandi og leiðandi umhverfi. Við trúum á að hver og einn hafi einstaka hæfileika, og hér er vettvangur til að láta þá njóta sín.

Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.

​Vinsamlega kynnið ykkur skilmála Klifsins

Staðsetning

Um kennara

Heiða Lind Sigurðardóttir
Myndlistarkennari

42.900 kr.

SKRÁNING
Hefst: 29. janúar
Tími: miðvikudaga 16:00 - 17:15
Staðsetning: Hofstaðaskóli
Lengd: 10 vikur
Kennslustundir: 19
Aldur: 6-9 ára

Klifið

Klifið býður upp á fjölbreytt skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna.

Virkjaðu sköpunarkraftinn þinn í Klifinu!

Hafðu samband

  • Garðatorg 7
  • klifid@klifid.is

Fylgdu okkur

Leita