Silja Rós Ragnarsdóttir

Leiklistar og jógakennari

Silja Rós útskrifaðist sem leikkona 2018 frá American Academy of Dramatic Arts í Los Angeles. Síðan þá hefur Silja starfað sem leikkona í söngleikjum, barnasýningum, leikritum og kvikmyndum bæði á Íslandi og LA. Ásamt leiklistinni hefur Silja Rós starfað sem söngkona og lagahöfundur. Hún gaf út sína fyrstu plötu 2017 og hefur gefið út tónlist reglulega síðan. Silja Rós hefur sterkan dansgrunn m.a. frá Ballettskóla Guðbjargar, Djassballettskóla Birnu og AADA. Hún útskrifaðist nýlega sem 200 RYT Yogakennari frá Hot Yoga Copenhagen (Hatha, Vinyasa og Yin). Silja Rós hefur unnið mikið með börnum í gegnum tíðina ýmist á leikskólum eða á leikjanámskeiðum.

Námskeið sem Silja kennir