Bára Lind Þórarinsdóttir

Bára Lind Þórarinsdóttir er menntaður jógakennari frá Anandavan Yog Peeth í Indlandi. Hún hefur einnig stundað nám í Complete Vocal tækni og er að ljúka leiklistarnámi við Liverpool Institute for Performing Arts. Báru finnst rosalega skemmtilegt að vinna með krökkum og unglingum en hún hefur starfað sem leiklistarkennari í grunnskóla þar sem hún kenndi öllum aldursstigum. Einnig er hún stofnandi söng- og leiklistarnámskeiðsins Leik og Sprell sem er starfrækt á sumrin. Meðfram náminu í Liverpool hefur hún lagt mikla áherslu á jógaiðkun. Meðal annars aerial og acro jóga, ásamt því að hafa kennt hatha jóga.