Miðvikudaginn 15. ágúst 2012 halda grunnskólar Garðabæjar sameiginlegt þing kennara í samvinnu við Menntaklifið og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar. Yfirskrift þingsins er endurskoðun námsmats í grunnskólum Garðabæjar, þar sem innleiðing nýrrar aðalnámskrár fer fram í skólum landsins þessi misserin. Þóra Björk Jónsdóttir kennslu- og sérkennslufræðingur og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla flytja erindi á þinginu. Hægt er að sjá dagskrána hér.