Fjölbreitt myndlistarnámskeið þar sem sköðunargleðin er í fyrirrúmi. Nemendur læra um beitingu mismunandi efniviða við sköpun, svo sem akrýl, vatnsliti, blýanta, penna, túss og tréliti og verða hvattir til að fylgja eigin innsæi í sinni sköpun. Þá verða undirstöður í teikningu teknar fyrir, svo sem að sjá heiminn fyrir sér í formum, íhuga hlutföll hluta og hvernig fjarlægð hefur áhrif á uppsetningu. Þá fara nemendur yfir það hvernig best er að setja verk upp og hvaða efniviður fer með hvaða miðlum.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ná í Abler appið en öll samskipti og upplýsingar varðandi námskeiðið munu fara þar fram.