Hjörtur Stephensen
Gítarkennari
Hjörtur Stephensen (f.1987) hóf nám á klassískan gítar í Nýja Tónlistarskólanum 13 ára gamall undir handleiðslu Péturs V. Péturssonar.
Eftir það lá leiðin áfram í rafgítarnám í Tónlistarskóla FÍH á Jazzbraut og útskrifaðist þaðan með burtfararpróf árið 2010. Hjörtur fór einnig í nám í Danmörku í Det Jyske Musikkonservaterium (Royal Academy of Music Aarhus) og lærði þar hjá Uffe Steen. Í framhaldi af því hefur hann sótt einkatíma erlendis hjá Ben Eunson og ýmis námskeið í Jazz-gítarfræðum hjá mönnum eins og Tim Miller, Don Mock og Derryl Gabel.
Atvinnuferillinn hófst um tvítugt í ýmsum formum tónlistar. Jazz, blús, rokk og popptónlist að mestu, við allskyns tilefni. Hefur spilað á jazzhátíðum víða um heiminn, sem og öðrum tónistarhátíðum, í leikhúsum, dansleikjum og ýmsum sýningum. Hjörtur hefur spilað með böndum og listamönnum eins og Guitar Islancio, Jack Magnet, Michael Winslow, Andreas Öberg, Bödda Reynis, Agli Ólafs, Andreu Gylfa, Gissuri Páli, Vinum Dóra, BeeBee and the Bluebirds, og svo mætti lengi telja.