Daniel Alexander Cathcart Jones
Píanókennari
Byrjaði að spila 11 ára gamall. Hóf nám hjá Jónas Sen í Nýja Tónlistarskólanum. Megináhersla var klassískt píanó nám í bland við tónheyrn og hljómfræði. Ég komst fljótt að ég ætti auðvelt með að læra lög eftir eyranu. Seinna meir átti það eftir að hjálpa mér þegar ég hóf nám við Tónlistarskóla FÍH. Ég tók klassíkst nám í 2 ár en færði mig svo í jazzpíanó þar sem Agnar Már Magnússon leiðbeindi mér. Ég hef sinnt píanónámskeiðum fyrir krakka jafnt sem fullorðna. Ég vinn með það áhugasvið sem viðkomandi hefur, og kem upp með skemmtilegar æfingar og lög sem allir hafa gaman af. Ég vinn með tónheyrn og tónfræði svo að auðveldara sé að lesa og spila lög. Ég vann sem tónmenntakennari við grunnskóla á Selfossi en sinni núna stundarkennslu í Garðabær, Reykjavík og á Selfossi.