Á námskeiðinu er hljóðfærið og ýmiskonar tónlist kynnt fyrir nemandanum. Lögð verður áhersla á góðan grunn nemandans í tónfræði og píanótækni. Nemendur geta einnig lært að lesa nótur og skrifa niður einfaldar hryn og laglínur.
Mætt verður þörfum og áhuga hvers og eins nemenda. Því er bæði hægt að læra að spila eftir eyranu og lesa nótur. Áhersla verður lögð á að nemendur læri það sem þeim finnst skemmtilegt í bland við annað efni sem hjálpar til við tónlistarlegan þroska og færni.
Nemandinn kemur í einkatíma til kennarans þar sem kennarinn kynnir grunn klassíks píanónáms í bland við það að læra lög eftir eyranu og geta þar með flutt það án nótna. Mikil áhersla verður lögð á grunntónfræði sem er undirstöðuatriði í tónlistarnámi. Þar er leitast við að gera viðfangsefnið skemmtilegt og aðgengilegt fyrir byrjendur.
Markmið námskeiðs:
- Að nemendur læri að lesa nótur af blaði sem og viti hvað þær heita á nótnaborðinu.
- Að nemendur geti spilað lag með bók sem og utanbókar.
- Að nemendur kunni undirstöðuatriði tónfræðinnar sem liggur að baki nótnalestri og tækninni við að spila á píanó.
- Að nemandi fái góðan grunn að píanónámi, það er kunni rétta handstöðu sem og líkamsstöðu.
- Í lok námskeiðs á nemandi að geta spilað lag eftir nótum og geta sagt hvað þær heita, í hvaða takti þær eru og hvers vegna viðkomandi veit það.
Námsefni:
Byrjendur: Mælt er með því að nemendur kaupi píanóbók að nafni Píanóleikur 1. hefti eftir Björgvin Þ. Valdimarsson. Það verður mikið stuðst við þá bók á námskeiðinu. Hún fæst í öllum helstu hljóðfærabúðum á landinu til dæmis Tónastöðinni eða Tónabúðinni.
Lengra komnir: Námsefni í samráði við kennara.
Gott er að nemendur kaupi stílabók til þess að skrifa niður hvað á að æfa heima. Litla nótnaskrifarbók, blýant strokleður og möppu til að geyma nótur og annað námsefni sem kennarinn gefur frá sér.