september
Skólaárið 2014 – 2015 tekur Klifið þátt í þróunarverkefninu Frá frumkvæði til framkvæmdar ásamt Flataskóla, Garðaskóla, Félagi kennara í nýsköpunarmennt (FNF), Menntavísindasviði HÍ og sérfræðingunum Dr. Rósu Gunnarsdóttur, Dr. Svanborgu R. Jónsdóttur og Ástu Sölvadóttur, en þær hafa sérhæft sig í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námsgrein sem brýtur niður veggi í […]
Þann 12. september sl. birtist viðtal við Dr. Rósu Gunnarsdóttur námskeiðshönnuð Litla uppfinningaskólans í Klifinu. Þar segir hún frá tilurð námskeiðsins og þróun þess. Hér má lesa viðtalið við Rósu, en það er á bls. 10 í blaðinu.
Þann 1. september birtist viðtal í Fréttablaðinu við Guðmund Elías Knudsen danskennara í ADHD smiðjunni í Klifinu. Smiðjan, sem er samstarfsverkefni Listaháskólans og Klifsins er í boði fyrir stráka á aldrinum 13 – 16 ára. Hér má lesa viðtalið við Guðmund Elías. Þar segir Guðmundur frá tilurð ADHD hreyfismiðjunnar.