2012
Við höfum bætt við fleiri námskeiðum á Nýju fötin keisarans. Uppselt er á námskeiðið sem hefst 5. september. Næstu námskeið verða 26. september og 10. október. Á þessu bráðsniðuga námskeiði mun Kristín Guðmundsdóttir leiðbeina þátttakendum hvernig hægt er að endurnýta kaffipoka, snakkpoka o.fl. til að vefa veski, armbönd og aðra fylgihluti.
Miðvikudaginn 15. ágúst 2012 halda grunnskólar Garðabæjar sameiginlegt þing kennara í samvinnu við Menntaklifið og fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar. Yfirskrift þingsins er endurskoðun námsmats í grunnskólum Garðabæjar, þar sem innleiðing nýrrar aðalnámskrár fer fram í skólum landsins þessi misserin. Þóra Björk Jónsdóttir kennslu- og sérkennslufræðingur og Jón Baldvin Hannesson skólastjóri Giljaskóla flytja erindi á þinginu. Hægt er að […]
Klifið býður hópum að taka á leigu badmintonvöll í íþróttamiðstöð Sjálandsskóla. Tilvalið er fyrir vinahópa, vinnufélaga, saumaklúbba eða fjölskyldur að eiga frátekinn völl einu sinni í viku. Pláss er fyrir fjóra iðkendur á einum velli í einu svo allt að 5 aðilar geta verið saman í hópi. Í salnum eru 3 vellir svo pláss er […]
Klifið skrifaði undir samstarfssamning við Garðabæ á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem haldin var í samkomuhúsinu Garðaholti þann 24. maí 2012. Samningnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir skapandi tómstundastarf barna og uppbyggingu Menntaklifs í bæjarfélaginu. Hér eru þær Ágústa Guðmundsdóttir og Ásta Sölvadóttir frá Klifinu ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Áslaugu Huldu Jónsdóttur […]
Mikil ánægja var með námskeiðið Nýju fötin keisarans og höfum við því ákveðið að bæta við öðru námskeiði. Á þessu bráðsniðuga námskeiði læra þátttakendur að flétta saman endurunnu hráefni úr mismundandi efnum eins og t.d. tómum kaffipokum, snakkpokum og fleiru. Úr því má mynda töskur, skálar, buddur og nálapúða o.fl. Kaffipokarnir fá því nýtt hlutverk […]
Frábær námskeið fyrir hugmyndaríka krakka! Námskeiðið er fyrir 8–14 ára krakka hjá Klifinu
Þann 11. apríl síðastliðinn fór fram fjórða badmintonmót Klifsins. Mikil gleði ríkti á mótinu að venju og er óhætt að segja að jákvæðni og gleði hafi verið í fyrirrúmi. Keppt var tvíliðaleik og skiptust liðin ýmist í karlalið, blönduð lið og kvennalið. Sigurvegar mótsins voru Steinarnir, í öðru sæti urðu Pillurnar og Brons lenti í […]
Páskafrí verður á öllum tómstundanámskeiðum Klifsins dagana 2. – 9. apríl næstkomandi. Við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegrar páskahátíðar. Námskeiðin hefjast á ný þriðjudaginn 10. apríl.
Þann 18. apríl hefst á ný kynslóðanámskeiðið tálgað í tré með Ólafi Oddssyni skógræktarfræðingi. Námskeiðið fékk afar góðar viðtökur síðastliðið vor, en Ólafur er frumkvöðull á sviði útikennslu og hefur haldið fjölmörg tálgunarnámskeið. Í lok námskeiðs verður farið í ævintýraferð upp í Kjós þar sem Ólafur hefur ræktað sinn eigin skóg síðastliðna áratugi. Skráning er hafin á námskeiðið.