Klifið skrifaði undir samstarfssamning við Garðabæ á Menningaruppskeruhátíð Garðabæjar sem haldin var í samkomuhúsinu Garðaholti þann 24. maí 2012. Samningnum er ætlað að stuðla að uppbyggingu vettvangs fyrir skapandi tómstundastarf barna og uppbyggingu Menntaklifs í bæjarfélaginu. Hér eru þær Ágústa Guðmundsdóttir og Ásta Sölvadóttir frá Klifinu ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar og Áslaugu Huldu Jónsdóttur […]
Mikil ánægja var með námskeiðið Nýju fötin keisarans og höfum við því ákveðið að bæta við öðru námskeiði. Á þessu bráðsniðuga námskeiði læra þátttakendur að flétta saman endurunnu hráefni úr mismundandi efnum eins og t.d. tómum kaffipokum, snakkpokum og fleiru. Úr því má mynda töskur, skálar, buddur og nálapúða o.fl. Kaffipokarnir fá því nýtt hlutverk […]